Jóhann Valur sigraði Stóru upplestrarkeppnina á AkureyriSigurvegarar voru Jóhann Valur Björnsson, Naustaskóla, Matthildur Ingimarsdóttir, Giljaskóla, og Arney Elva Valgeirsdóttir, Oddeyrarskóla. Mynd: Akureyri.is

Jóhann Valur sigraði Stóru upplestrarkeppnina á Akureyri

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 10. mars síðastliðinn. Jóhann Valur Björnsson úr Naustaskóla bar sigur úr býtum í keppninni í ár.

Matthildur Ingimarsdóttir úr Giljaskóla varð í öðru sæti og Arney Elva Valgeirsdóttir úr Oddeyrarskóla í því þriðja.

Nemendur úr 7. bekk í grunnskólum bæjarins taka þátt í keppninni ár hvert. Hver skóli úr bænum sendir tvo fulltrúa og einn varamann.

„Að venju voru nemendur sér og skólum sínum til mikils sóma þennan dag og dómarar hafa ekki verið öfundsverðir af því hlutskipti að velja einn fremur öðrum í verðlaunasæti. Eins og áður var það Ingibjörg Einarsdóttir sem var formaður dómnefndar en hún er einn af upphafsmönnum keppninnar, sem fór fyrst fram í Hafnarfirði fyrir tuttugu og fimm árum,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

UMMÆLI