Jóhannes gefur út sín fyrstu lög

Jóhannes gefur út sín fyrstu lög

Hjalteyringurinn Jóhannes Bjarki Sigurðsson sem búsettur er á Akureyri gaf um síðustu helgi út sín fyrstu tvö lög. Lögin sem heita Stuck og Endless Years má heyra í spilaranum hér að neðan.

„Ég er nýr í þessu þrátt fyrir að vera á miðjum aldri en hef samið lög síðan 2020. Byrjaði að syngja 2016 og spila á gítar 2018. Í sumar fór ég með þessi tvö lög í stúdíó og útkoman er komin á Spotify. Allt var þetta partur af mínu mottói í lífinu, að leika mér og hafa gaman,“ segir Jóhannes.

„Ég fékk vana tónlistarmenn með mér í þetta verkefni. Hallgrím Jónas Ómarsson, Valgarð Óla Ómarsson og Stefán Gunnarsson.“

Hlustaðu á lögin Endless Years og Stuck:

UMMÆLI

Sambíó