Jólasveinar læddust inn á Glerártorg

Jólasveinar læddust inn á Glerártorg

Jólasveinarnir hafa undanfarin ár komið sérferð til byggða og kveikt á jólatréinu á Glerártorgi ásamt fjölda barna og fullorðinna. Í ár þurftu sveinarnir hinsvegar að lauma sér einir inn á Glerártorg vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Þeir Giljagaur, Stekkjastaur og Kertasnýkir kíktu í bæinn síðastliðna nótt og kveiktu á jólatréinu. Sem betur fer náðist myndband af þeim þegar þeir gerðu það og lofuðu þeir að næstu daga kæmu reglulega skemmtileg myndbönd frá þeim á Facebook-síðu Glerártorgs. Við mælum með því að þið fylgist með.

UMMÆLI