Jólatréið tendrað á Ráðhústorgi á laugardaginn

Jólatréið á Ráðhústorgi er fastur liður jólanna á Akureyri. Mynd: akureyri.is.

Sannkölluð jólahátíð verður haldin á Ráðhústorginu á laugardaginn klukkan fjögur, þegar Akureyringar taka formlega við jólatrénu sem vinabærinn Randers í Danmörku gefur Akureyringum árlega.

Þar verður mikil dagskrá í kjölfarið þar sem Lúðrasveit Akureyrar spilar jólalög meðan barna- og æskulýðskór Glerárkirkju ásamt Söngfuglum Glerárkirkju sjá um sönginn. Jólasveinarnir koma að sjálfsögðu til byggða og syngja með og koma líklega til með að gefa börnunum eitthvað góðgæti.

Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar, mun ávarpa gesti og Andreas Nøhr Vestergaard, frá danska sendiráðinu, segir nokkur orð. Að því búnu ætla systkinin Katrín Dögg Kristjánsdóttir og Unnar Daði Kristjánsson að tendra ljósin á trénu.

Jólasveinarnir komu einnig til byggða á gleðina í fyrra. Mynd: Ragnar Hólm.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó