Jólatréið tendrað á Ráðhústorgi – Myndir

Ráðhústorgið komið í jólabúning. Mynd: Akureyrarbær.

Sannkölluð jólastemning var á Ráðhústorginu í dag þegar Akureyringar tóku við jólatréinu frá vinabænum Randers í Danmörku en þeir gefa Akureyringum jólatréið á torginu árlega.

Lúðrasveit Akureyrar spilaði vel valin jólalög meðan barna- og æskulýðskór Glerárkirkju ásamt Söngfuglum Glerárkirkju sungu undir. Jólasveinarnir komu til byggða og kættu börnin með mandarínum og skemmtun.

Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og Andreas Nøhr Vestergaard, frá danska sendiráðinu, sagði nokkur orð. Systkinin Katrín Dögg Kristjánsdóttir og Unnar Daði Kristjánsson að tendruðu svo ljósin á trénu.

UMMÆLI

Sambíó