Krónan Akureyri

Jómfrúarflug Niceair í morgun

Jómfrúarflug Niceair í morgun

Jómfrúarflug Niceair var í morgun þegar þegar flogið var frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar. Niceair flýgur einnig til London og Tenerife í sumar. Á morgun, föstudag, verður fyrsta flugið til London og á miðvikudaginn í næstu viku verður flogið til Tenerife í fyrsta sinn með Niceair.

„Mikil gleði og eftirvænting ríkti á meðal farþega og annarra gesta í flugstöðinni í morgun. Til hamingju með áfangann Niceair, við hlökkum til samstarfsins,“ segir á Facebook síðu Akureyrarflugvallar.

Sambíó

UMMÆLI

Ketilkaffi