Jón Björn gefur kost á sér í annað sæti Framsóknar í Norðausturkjördæmi

Jón Björn gefur kost á sér í annað sæti Framsóknar í Norðausturkjördæmi

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins

„Ég hef um árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins. Ég var kjörinn ritari flokksins árið 2016 og í þeim störfum hef ég fengið að kynnast undirstöðum flokksins, og hef lagt mig fram við að hlúa vel að því öfluga flokkstarfi sem finna má í Framsóknarfélögum víða um land. Ég hef starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála og verið svo lánsamur að hafa fengið traust þar til fjölbreyttra verka. Ég tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar þangað til haustið 2020 er ég tók við starfi bæjarstjóra. Ég vonast eftir að fá stuðning ykkar í annað sæti listans í komandi póstkosningu sem fram fer frá 1.mars til 31.mars 2021,“ segir Jón Björn.

Þórarinn Ingi Pétursson fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sækist einnig eftir sama sæti. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, hafa tilkynnt að þær sækjast eftir fyrsta sæti listans.

UMMÆLI