Reglulega skýtur frægum erlendum gestum upp kollinum á Akureyri og nú hefur sjálfur Jon Bon Jovi bæst í hóp einstaklinga á við Justin Bieber, Will Smith, Tom Cruise og fleiri. Bon Jovi gerði garðinn frægann með hljómsveit sinni Bon Jovi og gaf út smelli á borð við Livin’ on a Prayer, It’s My Life og Always.
Sást til Bon Jovi þegar hann snæddi dögurð á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri nú á sunnudaginn. Hann pantaði borð fyrir átta manns undir dulnefni og var heimsóknin haldin leyndri, mbl.is greindi frá.
Bon Jovi snæddi léttan dögurð og var að sögn Sögu Margrétar Blöndal, þjóns á staðnum, „mjög kurteis og almennilegur“. Starfsfólkið vildi ekki ónáða hann með myndatökum þar sem hann og föruneyti hans voru mjög afslöppuð og lágstemmd.


COMMENTS