Jón Heiðar Sigurðsson spilar með KA í vetur

Jón Heiðar ásamt Stefáni þjálfara við undirskrift. Mynd: ka.is.

Jón Heiðar Sigurðsson ætlar að spila handbolta með KA í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA þar sem segir að þetta séu mikil gleðitíðindi fyrir félagið, enda Jón Heiðar fjölhæfur leikmaður sem spilar yfirleitt á miðjunni en getur leyst báðar skyttustöðurnar af.

,,Jón Heiðar, þrátt fyrir ungan aldur er gríðarlega reynslumikill. Hann lék áður með Gróttu, Hömrunum og Akureyri Handboltafélagi. Hann er uppalinn KA-maður. Jón lék 19 leiki fyrir Hamrana í fyrra og skoraði í þeim 72 mörk í 1. deildinni. Jón verður í eldlínunni um helgina þegar að KA heldur suður yfir heiðar og spilar tvo æfingaleiki við HK og Hauka.“

KA-liðið býður Jón Heiðar kærlega velkominn heim en hann mun einnig koma til með að þjálfa 4. flokk karla hjá félaginu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó