Jón Stefánsson leiðir F-listann í Eyjafjarðarsveit

Jón Stefánsson.

Jón Stefánsson, byggingariðnfræðingur, leiðir F-listann í Eyjafjarðarsveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar en Jón var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar.

Á vef Rúv kemur fram að F-listinn hafi fengið 47,8 prósent atkvæða og fjögur sæti af sjö í sveitarstjórn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólakennari, er í öðru sæti listans og Linda Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur, í þriðja sæti. Hér að neðan má sjá listann í heild sinni.

1. Jón stefánsson, Byggingariðnfræðingur.

2. Halldóra Magnúsdóttir, Leikskólakennari.

3. Linda Margrét Sigurðardóttir, Lögfræðingur.

4. Hermann Gunnarsson, Bóndi.

5. Rósa Margrét Húnadóttir, Þjóðfræðingur.

6. Karl Jónsson, Framkvæmdastjóri.

7. Hákon Bjarki Harðarson, Bóndi.

8. Hafdís Inga Haraldsdóttir, Framhaldsskólakennari.

9. Tryggvi Jóhannsson, Bóndi.

10. Jóhannes Ævar Jónsson, Bóndi.

11. Líf K. Angelica Ármannsdóttir, Nemi í HA.

12. Hulda Magnea Jónsdóttir, Kennari.

13. Sigmundur Guðmundsson, Lögmaður.

14. Hólmgeir Karlsson, Framkvæmdastjóri.

UMMÆLI