Joris Rademaker opnar sýningu í Deiglunni

Joris Rademaker opnar sýningu í Deiglunni

Joris Rademaker opnar sýningu í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 30.ágúst kl 20-22. Sýningin stendur til og með sunnudagsins 8. september og er opin daglega frá kl. 14-17.

Til sýnis eru ný þrívíð-og tvívíð verk unnin út frá trjágreinum. Joris Rademaker hefur verið starfandi listamaður í áratugi og sýnt reglulega og víða. Síðustu 10 árin hefur hann fyrst og fremst safnað efni úr íslenskri náttúru, og notað það í listsköpun sinni. Áherslan hefur verið á orku, hreyfingu og sífellt endurnýjandi ferli náttúrunnar. Trén með sínar rætur og greinar er aðal viðfangsefnið og kemur stöðugt til baka síðustu árin. Sýningin er hugsuð sem ein heild þar sem Joris vinnur með form trésins og táknrænt gildi þess.

Joris er hollenskur myndlistamaður búsettur og starfandi á Akureyri síðan 1991. Hann stundaði nám í myndlist í borgunum Tillburg og Enschede í Hollandi og útskrifaðist 1986. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og einnig í Hollandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga s.s. Í Listasafninu á Akureyri og í Listasafni Reykjavíkur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó