KÁ-AKÁ hvetur Akureyringa til að fjölmenna á Airwaves –

KÁ-AKÁ kemur fram á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves hátíðin fer í fyrsta skipti fram á Akureyri næstu helgi. Rapparinn KÁ-AKÁ er einn þeirra listamanna sem kemur fram á hátíðinni á Akureyri. Hann segir hátíðina frábært tækifæri til að virkja skemmtanalífið í bænum og lífga upp á það.

„Fólk á að fagna því að núna sé risastór hátíð að koma í bæinn, því með góðri mætingu aukast alltaf líkurnar á því að því að svona gerist aftur að ári. Þess vegna væri magnað að sjá fólk mæta svo þetta geti orðið stærra og stærra og fleiri upprennandi tónlistarmenn t.d. frá Akureyri fái að spreyta sig á komandi árum,“ segir KÁ eða Halldór Kristinn Harðarson á Facebook síðu sinni.

Hann segir að hátíðin geti gert það að verkum að fólk í tónlist vilji koma fram og spila á Akureyri. Færslu KÁs má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Iceland Airwaves á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI