KÁ/AKÁ sýnir á sér mjúku hliðina í nýju lagi

KÁ/AKÁ sýnir á sér mjúku hliðina í nýju lagi

Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson eða KÁ/AKÁ sendi í gær frá sér nýtt lag. Lagið heitir Verum Ein og er fyrsta lagið sem KÁ sendir frá sér síðan hann gaf út plötuna Bitastæður á síðasta ári.

Halldór segir að í laginu fái aðdáendur að sjá mjúku hliðina á honum, hlið sem birtist ekki alltof oft en sé þó til staðar.

„Setjið eldivið á eldstæðið, hitið ykkur kakó og farið jafnvel í sleik,” segir Halldór.

Lagið framleiddi hann með Togga Nolem. KÁ-AKÁ sem er einnig þekktur sem Halli Rappari segir að lagið sé í augnablikinu aðgengilegt á YouTube en komi á Spotify síðar í vikunni.

Hlustaðu á Verum Ein eftir KÁ/AKÁ

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó