KA bikarmeistarar í blaki annað árið í röð

KA bikarmeistarar í blaki annað árið í röð

Kvennalið KA í blaki varð í gær bikarmeistari í blaki eftir leik við HK í úrslitaleik Kjörísbikarsins. KA er í efsta sæti deildarinnar. Liðið vann einnig bikarmeistaratitilinn á síðasta ári.

KA vann fyrstu hrinuna 25-15. KA hélt uppteknum hætti í annarri hrinu og vann örugglega, 25-8. Þriðja hrinan var jöfn en þar vann KA 25-23 og tryggði sér þar með bikarmeistaratitilinn.

KA vann einnig bikarmeistaratitilinn árið 2019 og er þetta því þriðji bikarmeistaratitill liðsins. Þegar liðið vann bikarmeistaratitlana árin 2019 og 2022 varð liðið einnig Íslandsmeistari. Liðið á enn góðan möguleika á að endurtaka leikinn í ár og tryggja sér tvennuna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó