Úrslitaleikir Kjörísbikarsins í blaki hjá bæði konum og körlum var í dag. Karlalið KA léku á móti Þrótti og fóru létt með, 3-0 sigur. Þetta var í tíunda sinn sem karlaliðið vann titilinn. Kvennaleikurinn var meira spennandi en léku þær gegn liði HK, lokatölur 3-2. Á Vísi segir um leikinn:
„Sigur kvennaliðs KA í úrslitaleiknum var ekki jafn öruggur og hjá körlunum þó að framan af leik hafi ekki neitt bent til annars en að KA myndi vinna gríðarlega sannfærandi sigur.“
Því eru bæði lið KA bikarmeistarar árið 2025!

UMMÆLI