KA er bikarmeistari í blaki

KA er bikarmeistari í blaki

KA vann ótrúlegan sigur á Aftureldingu í oddahrinu um bikarmeistaratitilinn í blaki í gær. Stelpurnar lentur 1-2 undir í viðureigninni en sýndu magnaðan karakter og unnu síðustu tvær hrinurnar og tryggðu sér titilinn.

Oddahrinu þurfti til að gera út um leikinn. Í oddahrinu er spilað upp í 15, KA stúlkur unnu 15-11 og skoruðu síðustu fimm stig viðureignarinnar til þess að tryggja sér titilinn. Valdís Kapitola Þorvarðardóttir var valin maður leiksins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó