Akureyri-Færeyjar

KA gerði jafntefli í fyrsta leik

KA gerði jafntefli í fyrsta leik

KA og Fjölnir mættust í dag í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar. Leikurinn fór fram í Egilshöll fyrir framan 1380 áhorfendur.

Leikurinn byrjaði fjörlega en strax á 2′ mínútu kom Ævar Jarl Jónsson Fjölni yfir. KA menn voru ekki lengi að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn strax á 14′ mínútu en þar var Daníel Hafsteinsson að verki. Fjölnir komust aftur yfir þremur mínútum síðar þegar Birnir Snær Ingason skoraði. Aftur svöruðu KA menn þegar Ásgeir Sigurgeirsson skoraði á 37′ mínútu, ótrúlegur fyrr hálfleikur í Egilshöll.

Seinni hálfleikur var þó ekki jafn líflegur og sá fyrr en engin mörk komu í seinni hálfleik og leik því leiknum með 2-2 jafntefli.

Næsti leikur KA manna er á þriðjudaginn 1. maí þegar liðið heimsækir Hauka heim í Mjólkurbikarnum.

UMMÆLI