fbpx

KA gerði markalaust jafntefli

Aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins

Mynd: fotbolti.net/Sævar Geir

KA menn tóku á móti Keflvíkingum í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyri í kvöld. Keflavík hafði fyrir leikinn ekki enn tekist að ná í sigur í sumar en KA höfðu einn sigur.

Heimamenn í KA voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en sköpuðu sér ekki mikið og var í raun lítið um marktækifæri í leiknum öllum. Þó voru KA menn nálægt því að skora á lokamínútunum þegar Ásgeir Sigurgeirsson skaut í slána, en niðurstaðan markalaust jafntefli.

Rúmlega 600 áhorfendur voru mættir á Akureyrarvöll í kvöld.

Eftir leikinn í kvöld sitja KA menn í 9. sæti með 5 stig eftir 5 umferðir en Keflavík í því 11. með 2 stig.

Næsti leikur KA manna verður næstkomandi sunnudag þegar liðið heimsækir Alvogenvöllurinn og spilar við KR.

skjáskot af urslit.net

UMMÆLI

PSA