KA hefur leik í Pepsi deildinni í dag

KA menn hefja leik í dag

KA menn hefja í dag leik í Pepsi deild karla í knattspyrnu en liðið mætir Fjölni í Egilshöllinni í leik sem hefst klukkan 16:00.

KA kom upp í fyrra eftir 12 ára veru í næst efstu deild og endaði liðið í 7. sæti. KA liðinu er spáð nokkuð góðu gengi í sumar en sparkspekingar Fótbolti.net og Vísis spá KA 4. sætinu. Pepsi mörkin og Morgunblaðið spá þá liðinu 6. sæti.

Töluverðar breytingar hafa orðið á mannskap KA manna frá síðasta sumri en alls hafa 8 leikmenn yfirgefið liðið og 5 nýjir leikmenn komið inn.

Einn þeirra leikmanna sem yfirgáfu liðið er miðjumaðurinn Almarr Ormarsson en hann mun að öllum líkindum vera í byrjunarliði Fjölnismanna í dag. KA verður þá án miðvarðarins Guðmanns Þórissonar en Guðmann tekur út leikbann í fyrstu tveimur leikjum sumarsins.

Búist er við því að góður hópur stuðningsmanna KA muni fylgja liðinu suður yfir heiðar í dag en menn hafa beðið eftir knattspyrnusumrinu með mikilli eftirvæntingu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó