KA Íslandsmeistari í 4. flokki karla í fótbolta

KA Íslandsmeistari í 4. flokki karla í fótbolta

KA strákar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í fótbolta í dag. KA sigruðu Stjörnuna í úrslitaleik á Greifavellinum í dag 3-2.

Það var fjöldi áhorfenda á Greifavellinum sem sá KA vinna Stjörnuna en auk þess sýndi KA TV beint frá leiknum. Útsendinguna má nálgast með því að smella hér.

Stjörnumenn komust yfir í leiknum en KA menn jöfnuðu strax í næstu sókn eftir mark Stjörnunnar. Staðan í hálfleik var 1-1.

Í upphafi seinni hálfleiks komust KA menn svo yfir í leiknum, 2-1. Stjörnumenn jöfnuðu leikinn aftur þegar klukkutími var liðinn en KA menn tryggðu sér sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu síðar. Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnumanna í allt sumar.

Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson og Magnús Dagur Jónatansson skoruðu mörkin fyrir KA.

Frábær árangur hjá þessum ungu drengjum og framtíðin svo sannarlega björt hjá KA.

UMMÆLI


Goblin.is