KA konur deildarmeistarar í blaki

KA konur deildarmeistarar í blaki

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í gær sigur í Mizunodeildinni eftir 1-3 sigur á Þrótti Neskaupstað á útivelli.

Liðið tapaði einungis tveimur leikjum í allan vetur og tryggði sér titilinn með tveimur sigrum um helgina.

Þær feta í fótspor karlaliðsins sem tryggði sér deildarmeistaratitil á dögunum en þetta er í fyrsta skiptið sem sama félagið vinnur deildarkeppni í bæði kvenna- og karladeild sama árið.

Þetta er í annað skiptið í sögunni sem kvennalið KA vinnur deildarkeppnina. Magnaður árangur en liðið endaði í fyrsta sæti með 49 stig af 54 mögulegum.

Nánari umfjöllun um blakhelgina má finna á vef KA með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó