KA Meistari Meistaranna í blakiMynd: Egill Bjarni

KA Meistari Meistaranna í blaki

KA hampaði fyrsta titli vetrarins í blaki kvenna eftir magnaðan leik gegn Aftureldingu í KA-Heimilinu síðasta laugardag. Þarna mættust tvö bestu lið síðasta tímabils í uppgjöri Meistara Meistaranna og úr varð stórkostlegur leikur. Síðar um kvöldið mættust svo karlalið KA og Hamars.

Nokkrar breytingar voru á liði KA sem vann alla þá titla sem í boði voru á síðustu leiktíð en það kom ekki að sök og áttu stelpurnar frábæran leik. KA og Afturelding voru í sérflokki í fyrra og gaf leikurinn svo sannarlega góð fyrirheit fyrir komandi tímabil.

Þrátt fyrir spennandi leik stóð KA að lokum uppi sem sigurvegari og vann allar hrinurnar og leikinn því samtals 3-0.

Á vef KA má finna nánari umfjöllun um viðureignina ásamt myndasyrpu.

Ketilkaffi

UMMÆLI

Sambíó