KA menn fá vinstri bakvörð frá Belgíu

KA menn fá vinstri bakvörð frá Belgíu

Bryan Van Den Bogaert er genginn til liðs við knattspyrnuliðs KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og kemur frá Belgíu en hann gengur til liðs við KA frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu.

Bogaert hefur að mestu leikið í Belgíu þar sem hann hefur spilað með KVC Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist, Royal Cappellen og loks KVC Westerlo en auk þess lék hann um tíma á Englandi með Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet.

„Við bjóðum Bogaert velkominn í KA og bíðum spennt eftir að sjá hann í gulu og bláu treyjunni. Það er spennandi sumar framundan þar sem KA liðið stefnir á að byggja enn frekar á öflugum árangri undanfarin ár en liðið náði sínum næstbesta árangri í sögunni á síðasta tímabili er liðið endaði í 4. sæti efstu deildar,“ segir í tilkynningu á ka.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó