KA og ÍA skildu jöfn á Akureyrarvelli

KA situr í 4.sæti Pepsi-deildarinnar

KA gerði markalaust jafntefli við ÍA í Pepsi-deild karla á Akureyrarvelli í kvöld. Fátt markvert gerðist í leiknum nema þá helst að KA-menn gerðu tilkall til vítaspyrnu um miðbik síðari hálfleiks þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns ÍA innan vítateigs en Þóroddur Hjaltalín sá ekkert athugavert við það.

Aleksandar Trninic skoraði svo fyrir KA á 90.mínútu en markið var dæmt af vegna þess að Callum Williams steig inn í markvörð ÍA-manna, Ingvar Kale.

Þetta er fyrsti leikur ÍA í sumar sem þeir halda hreinu en eftir leiki kvöldsins eru þeir eru enn í 11.sæti deildarinnar með aðeins 4 stig. KA menn halda sér í 4.sætinu með 12 stig.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó