KA og ÍR gerðu jafntefli

KA og ÍR gerðu jafntefli

ÍR kom í heimsókn norður og mættu KA í 6. umferð Olís deildar karla í dag.

KA byrjuðu leikinn talsvert betur en gestirnir og voru 4 mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gestirnir tóku þó aðeins við sér og staðan í hálfleik 12-10 fyrir KA.

ÍR byrjuðu svo betur í seinni hálfleiknum og voru til að mynda með 4 marka forskot þegar um 6 mínútur voru eftir, en heimamenn í KA gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og náðu að koma til baka og jafna leikinn þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum.

Í liði heimamanna var Tarik Kasumovic allt í öllu og skoraði 11 mörk. Hjá ÍR-ingum var gamla kempan Sturla Ásgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk.

Næsti leikur KA verður á útivelli gegn Selfoss á sunnudaginn 4. nóvember.

Sambíó

UMMÆLI