Krónan Akureyri

KA og KA/Þór eiga besta leikmann Íslandsmótsins annað árið í röð

KA og KA/Þór eiga besta leikmann Íslandsmótsins annað árið í röð

Handboltafólkið Óðinn Þór Ríkharðsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir voru valin bestu leikmenn Íslandsmótsins í handbolta á uppskeruhátíð Handknattleikssambands Íslands í dag. Þetta er annað árið í röð sem að KA og KA/Þór eiga besta leikmann tímabilsins.

Þetta er í annað árið í röð sem að Rut hlýtur þann heiður að vera valin best. Hún fór fyrir liði KA/Þór sem átti góðan vetur. Rut var einnig valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.

Óðinn var ásamt því að vera besti leikmaðurinn valinn besti sóknarmaður Íslandsmótsins en Óðinn var markakóngur Olísdeildarinnar og átti frábært tímabil fyrir KA liðið sem tók mikilvægt skref fram á við í sinni þróun í vetur.

„Við óskum þeim Óðni og Rut innilega til hamingju með verðlaunin sem eru heldur betur verðskulduð. Óðinn mun leika með svissneska stórliðinu Kadetten Schaffhausen á komandi leiktíð og óskum við honum alls hins besta á nýjum slóðum. Rut mun hinsvegar halda áfram að taka til sín fyrir norðan og verður áfram veisla að fylgjast með henni í búningi KA/Þórs,“ segir á vef KA.

Krónan Akureyri

UMMÆLI

Krónan Akureyri