KA sigraði Íslandsmeistarana

KA sigraði Íslandsmeistarana

KA tóku á móti Íslandsmeisturunum Vals á iðagrænum Greifavellinum í dag.

Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki sigrað Val í deildarkeppni síðan 1991 eða í 28 ár.

Leikurinn var fjörugur þó svo að mörkin hafi látið á sér standa. Í hálfleik var staðan enn 0-0. En snemma í seinni hálfleik fengu KA menn dæmda vítaspyrnu þegar Kaj Leo braut af sér innan teigs.

Hallgrímur Mar tók spyrnuna fyrir KA og skoraði af öryggi fram hjá landsliðsmarkverði Íslands, Hannesi Þór Halldórssyni.

Fleiri urðu mörkin ekki í dag þrátt fyrir fína takta.

Fyrsti sigur KA manna þetta sumarið því kominn en Valsmenn bíða en eftir sínum fyrsta sigri en liðið gerði jafntefli í fyrstu umferð gegn Víking.

Næsti leikur KA manna er á föstudaginn næstkomandi þegar liðið heimsækir FH í Hafnarfjörðinn.

Sambíó

UMMÆLI