KA sigraði topplið Haukafacebook.com/kaakureyri

KA sigraði topplið Hauka

KA tóku á móti toppliði Hauka í Olís deildinni í kvöld í fyrsta leik vetrarins þar sem áhorfendur eru leyfðir en 142 slíkir mættu í kvöld.

KA menn gerðu sér lítið fyrir og unnu tveggja marka sigur á Haukum, 30-28. KA byrjuðu af krafti og komust mest í 8-2 forystu í fyrri hálfleik og misstu aldrei forystuna það sem eftir lifði leiks.

Árni Bragi Eyjólfsson var með 10 mörk í liði heimamanna og þar á eftir kom Jóhann Geir með 6 mörk. Hjá gestunum var Þráinn Orri atkvæðamestur með 8 mörk og Brynjólfur Snær með 5 mörk.

Eftir sigurinn í kvöld er KA komið upp í 3. sæti deildarinnar eftir 11 leiki. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram á sunnudaginn.

UMMÆLI