KA sigruðu efstu deild N1 mótsins

KA sigruðu efstu deild N1 mótsins

N1 mót KA fór fram í 33. skipti um helgina en mótið í ár var það stærsta til þessa. Umfjöllun um mótið má finna á heimasíðu KA.

Alls var keppt í 8 deildum, keppendur um 2.000, 204 lið frá 49 félögum og alls 888 leikir sem gera 26.640 mínútur af fótbolta. Á heimasíðu KA segir að mótið hafi heppnast mjög vel og það hafi mikil gleði ríkt á því. Ekki hafi góða veðrið skemmt fyrir.

KA menn stóðu upp sem sigurvegarar í Argentínsku deildinni í ár en strákarnir í KA1 gerðu sér lítið fyrir og sigruðu deildina. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1991 sem KA sigrar efstu deild mótsins.

KA-TV sýndi alla leikina á velli 8 (N1 völlurinn) sem gera alls 76 leiki í beinni og allir með lýsendum. Hægt er að panta eintak af sjónvarpsleikjum mótsins með því að hafa samband í netfanginu agust@ka.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó