KA/Þór enduðu í fimmta sæti – Martha markadrottning deildarinnar

KA/Þór enduðu í fimmta sæti – Martha markadrottning deildarinnar

Mögnuðu tímabili KA/Þór lauk í gær í KA heimilinu þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni. Ljóst var fyrir leikinn að liðið myndi enda í fimmta sæti deildarinnar svo að úrslitin skiptu ekki miklu.

KA/Þór kom upp í deildina eftir sigur í Grill 66 deildinni í fyrra. Liðinu var fyrir leiktíðina spáð neðsta sæti deildarinnar af flestum sérfræðingum en liðið var mun nær því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en að falla.

Martha Hermanns fór fyrir liðinu í vetur og eftir leikinn í gær var ljóst að hún er markadrottning deildarinnar í ár. Martha gerði alls 10 mörk í leiknum í gær og það var nóg til að tryggja markadrottningstitilinn en Martha gerði 138 mörk í 21 deildarleik í vetur.

Sambíó

UMMÆLI