KA/Þór sótti stig gegn toppliðinu

KA/Þór sótti stig gegn toppliðinu

Handboltalið KA/Þór gerði góða ferð að Hlíðarenda í kvöld og sótti dýrmætt stig eftir 23-23 jafntefli gegn toppliði Vals í Reykjavík.

KA/Þór er áfram í 3. sæti Olís deildarinnar eftir leikinn með 8 stig eftir sex leiki, einu stigi á eftir toppliði Vals.

Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir var marka­hæst í leikn­um með 9 mörk fyr­ir KA/Þ​ór

„Barátta liðsins var til fyrirmyndar og ljóst að stelpurnar geta náð ansi langt í vetur,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KA eftir leikinn.

UMMÆLI