Krónan Akureyri

KA/Þór tilnefnt sem lið ársins og Rut sem íþróttamaður ársins

KA/Þór tilnefnt sem lið ársins og Rut sem íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða einstaklingar fengu flest atkvæði í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2021. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, hand­knatt­leiks­kona hjá KA/Þ​ór á Ak­ur­eyri, er á meðal tíu efstu í kjörinu.

Einnig er kosið um þjálfara og lið ársins 2021 en KA/Þór, sem varð fjór­fald­ur meist­ari í hand­knatt­leik kvenna tíma­bilið 2020-21, er eitt af þremur liðum sem kemur til greina í kjörinu á liði ársins. Kjörið fer nú fram í 66. skipti en sam­tök­in hafa kosið íþrótta­mann árs­ins sam­fleytt frá ár­inu 1956.

Úrslitin verða tilkynnt 29. desember næstkomandi.

Nánar má lesa um tilnefningarnar á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó