KA/Þór úr leik í Evrópubikarnum þrátt fyrir sigur

KA/Þór úr leik í Evrópubikarnum þrátt fyrir sigur

Handboltalið KA/Þór vann glæsilegan sigur á spænska liðinu Elche á Spáni í dag. Þetta var í annað sinn sem liðin mættust um helgina í 32 liða úrslitum Evrópubikarsins.

Báðir leikirnir fóru fram á Spáni en í gær sigraði Elche 22-18 og í dag vann KA/Þór 22-21. Samanlagt fer lið Elche áfram og staðan 43-40 úr leikjunum tveimur.

Stelpurnar í KA/Þór geta þó gengið stoltar frá keppninni en liðið sýndi að það á fullt erindi í þessa keppni. Liðið lagði Kósóvó meistarana, KHF Istogu, voru lagðir tvívegis að velli og stóð í spænsku bikarmeisturunum í Elche.

UMMÆLI

Sambíó