KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Kvennalið KA í blaki tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær með 3-0 sigri á Aftureldingu fyrir framan troðfullt KA-heimili. Liðið hefur nú unnið alla titla sem eru í boði í vetur.

Sjá einnig: „Ómetanlegt að fá tækifæri til að vera hluti af þessum hóp“

Þetta var þriðji úrslitaleikur liðanna en KA hafði fyrir leikinn unnið hina tvo. KA byrjuðu vel og unnu fyrstu hrinuna 25:18. Aðra hrinuna unnu þær 25:19 og þær tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn af miklu öryggi með 25:16 sigri í þriðju hrinu.

KA hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn fyrr á tímabilinu. Í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn unnu þær alla þrjá leikina og lokaeinvígið sjálft 3-0.

UMMÆLI

Sambíó