KA vann Forsetabikarinn

KA vann Forsetabikarinn

Knattspyrnulið KA frá Akureyri tryggði sér í dag Forsetabikarinn sem veittur er því liði sem vinnur neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA vann dramatískan 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag.

KA-menn voru með þriggja stiga forystu í efsta sæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina en ÍBV voru í öðru sætinu og hefðu getað jafnað KA að stigum með sigri.

Leikurinn var fjörugur en það var Birnir Snær Ingason sem tryggði KA mönnum sigurinn með marki á 94. mínútu. Ingimar Torbjörnsson Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu einnig fyrir KA í leiknum.

KA menn hafa endað tímabilið frábærlega og hafna í efsta sæti neðri hlutans með 39 stig og tryggja sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð.

COMMENTS