fbpx

KA vann fyrsta heimaleik sumarsins

KA vann fyrsta heimaleik sumarsins

KA menn spiluðu sinn fyrsta heimaleik í Pepsi deildinni í sumar þegar ÍBV komu í heimsókn á Akureyrarvöll.

Mikil stemning og góð umgjörð var fyrir leik hjá stuðningsmönnum KA, og ekki skemmdi veðrið á Akureyri í dag fyrir.

Leikurinn fór vel af stað þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður á vellinum en Akureyrarvöllur er langt frá því að vera tilbúinn. En á 20. mín dróg til tíðinda þegar Elvar Árni kom heimamönnum yfir eftir flottan undirbúning hjá KA mönnun og hélst staðan 1-0 fram að hálfleik.

KA bættu svo við öðru marki á 55. mín þegar Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eftir hornspyrnu heimamanna. Ekki voruð skoruð fleiri mörk í leiknum og fyrsti sigur KA manna í sumar því staðreynd 2-0.

Næsti leikur KA er gegn FH á fimmtudaginn kemur í Hafnarfirði.

 

 

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA