KA vann tvö gull og eitt silfur í bikarkeppni HSÍMynd/KA

KA vann tvö gull og eitt silfur í bikarkeppni HSÍ

Handknattleiksdeild KA fagnaði góðum árangri um helgina þegar úrslitahelgi Poweradebikarsins fór fram að Ásvöllum. Tvö lið félagsins stóðu uppi sem bikarmeistarar og eitt lið vann til silfurverðlauna. Þetta er annað árið í röð sem KA á þrjú lið í bikarúrslitum yngri flokka.

Tveir sigrar í 5. flokki

Bæði stráka- og stelpnalið KA á yngra ári 5. flokks unnu sigur á Val í sínum úrslitaleikjum. Strákarnir sigruðu 22-15. Stelpurnar áttu í harðari baráttu en náðu að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleik og unnu að lokum 11-8.

Silfur í 3. flokki

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku einnig til úrslita gegn Val. Þrátt fyrir harða baráttu tapaði liðið 19-34. Árangurinn er engu að síður góður og hafa nokkrar stelpur þegar unnið sér sæti í meistaraflokksliði KA/Þórs.

„Við óskum okkar frábæru liðum til hamingju með þennan glæsilega árangur en þetta var annað árið í röð sem við eigum þrjú lið í bikarúrslitum yngriflokka.“ segir á vef KA þar sem hægt er að lesa nánar um úrslitahelgina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó