VG

Kærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum

Þann 5. mars sl. tók Héraðsdómur Norðurlands eystra fyrir mál manns sem var kærður fyrir líkamsárás þegar hann veittist að konu sinni á heimili þeirra að kvöldi þriðjudagsins 28. nóvember 2017. Maðurinn settist ofan á konuna í anddyri íbúðarinnar og tók hana hálstaki. Hann var að auki kærður fyrir brot á barnaverndarlögum vegna þess að dóttir brotaþola varð vitni að atvikinu.

Ákærði játaði sök fyrir dómi með þeirri athugasemd að hann hefði ekki ráðist að eiginkonu sinni að fyrra bragði. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi en fullnustu refsingar er frestað og fellur niður að liðnum tveimur árum svo lengi sem maðurinn brýtur ekki almennt skilorð.

UMMÆLI