Kaffipressan opnar dyr sínar í dag

Kaffipressan opnar dyr sínar í dag

Ótrúlegt en satt þá fór Kaffið loksins og tók viðtal við kaffihúsaeiganda. Við tókum Ármann Atla Eiríksson í spjall í tilefni opnunar Kaffipressunnar. Kaffipressan er staðsett í Brekkugötu 5 og býður upp á þriðju bylgju kaffi (e. third wave coffee) sem nýtur mikilla vinsælda. Þriðju bylgju kaffi þýðir að kaffibaunirnar eru vanalega frá smærri framleiðendum og eru minna ristaðar en vanalega til þess að draga fram einstakt bragð hvers kaffi fyrir sig.

Kaffipressan leggur höfuðáherslu á að reiða fram bragðgott kaffi. Hægt verður að panta V60-kaffi þar sem kaffið er malað, vigtað og síðan er heitu vatni hellt listarlega yfir kaffið en Ármann útskýrir þessa aðferð nánar í viðtalinu hér að neðan. Einnig verða klassískir kaffidrykkir í boði svo sem latte, cappuccino og espresso ásamt nýstárlegri drykkjum svo sem kaffi tónik.

Eins og segir í titlinum þá opnar Kaffipressan í dag og hvetjum við því bæjarbúa til þess að kíkja við og smakka á ljúffengu kaffi. Opnað verður klukkan 09:30.

Hér að neðan er má horfa á viðtalið við Ármann í heild sinni þar sem hægt er að fræðast um heima og geima kaffigerðar en einnig segir hann okkur sögu Kaffipressunnar.

kaffipressan.is og á Facebook og Instagram


Þessi færsla er kostuð. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is.

UMMÆLI

Sambíó