Kaldi stendur fyrir risa bjórhátíð

Kaldi stendur fyrir risa bjórhátíð

Föstudaginn 1. mars næstkomandi mun Bruggsmiðjan Kaldi standa fyrir 30 ára afmælishátíð bjórsins. Hátíðin verður haldin í Bruggsmiðjunni Kalda á Árskógssandi.

Ásamt Kalda verða 14 önnur íslensk brugghús og 2 tékknesk. Hátíðin verður frá klukkan 16:00 – 22:00. Innifalið í miðaverði er bjórkanna til eigu, rútuferðir til og frá Akureyri og Dalvík, léttar veitingar, skemmtiatriði og að sjálfsögðu smakk af öllum vörum í boði hjá brugghúsunum.

Bjórhátíðin verður ein sú stærsta sem haldin hefur verið á meðal íslenskra brugghúsa. Miðar eru eingöngu til sölu hjá Bruggsmiðjunni Kalda, bruggsmidjan@bruggsmidjan.is eða í síma 466-2505. Miðaverð er 5,900 krónur.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook síðu Kalda.

Þessi grein er kynning. Smelltu hér til þess að skoða tilboð fyrir auglýsingar á Kaffinu.

UMMÆLI

Sambíó