Karen María æfir með U17

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku á æfingunm dagana 10.-12. nóvember.

Liðið tryggði sér á dögunum sæti í milliriðli í undankeppni EM 2018, en stelpurnar enduðu í öðru sæti í sínum riðli á eftir Spánverjum.

Karen María Sigurgeirsdóttir sem leikur með Þór/KA er á sínum stað í hópnum. Karen var hluti af liði Þór/KA sem varð Íslandsmeistari í haust. Þá var hún lykilmaður í 2. flokk liðsins sem varð Íslands- og bikarmeistari. Karen var markahæst á Íslandsmeistaramótinu í 2.flokk.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó