Kári framlengir við KAMynd/KA

Kári framlengir við KA

Kári Gautason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Hann er því samningsbundinn út sumarið 2027. Kári er nýorðinn 21 árs og spilar í meistaraflokki KA sem bakvörður. Hann var valinn efnilegasti leikmaður KA á síðasta tímabili og lék 28 meistarflokksleiki.

„Það eru afar jákvæðar fréttir að Kári hafi nú framlengt við KA og ljóst að það verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hans á vellinum í gula og bláa búningnum. Það má með sanni segja að Kári komi úr mikilli KA fjölskyldu en Logi bróðir hans leikur með meistaraflokk KA í handbolta og Dagur, elsti bróðirinn, leikur nú með norska liðinu Arendal eftir að hafa slegið í gegn með liði KA. Þá æfir Ásdís systir þeirra fótbolta hjá KA og foreldrarnir, þau Gauti og Hafdís, vinna gríðarlega mikið og gott sjálfboðastarf fyrir félagið,“ segir á vef KA en þar má lesa tilkynninguna í heild sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó