Krónan Akureyri

Karl Guðmundsson er handhafi kærleikskúlunnar í árSkjáskot: RÚV

Karl Guðmundsson er handhafi kærleikskúlunnar í ár

Kærleikskúlan var afhent í Listasafni Akureyrar í vikunni. Listamaðurinn Karl Guðmundsson er handhafi kúlunnar í ár. Kúlan var hönnuð af listakonunni Sirru sem afhenti Karli hana.

Kærleikskúlan var afhent á Akureyri í ár en vanalega er hún afhent á Kjarvalsstöðum. Athöfnin var minni í sniðum en vanalega vegna aðstæðna í samfélaginu.

Venju samkvæmt var kærleikskúlan blessuð. Síðustu ár hefur biskup Íslands séð um blessunina en Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju tók hana að sér í ár.

Krónan Akureyri

UMMÆLI

Krónan Akureyri