Karlmaður á sjúkrahúsi eftir líkamsárás á Akureyri

Karlmaður á sjúkrahúsi eftir líkamsárás á Akureyri

Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í nótt eftir að hann varð fyrir líkamsárás. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hallgrímur Gíslason, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu RÚV að tilkynning hafi borist um árás fyrir utan skemmtistað í miðbænum um klukkan hálf þrjú í nótt. Maðurinn var sleginn í höfuðið með glerglasi og skarst eitthvað við það að sögn Hallgríms. 

Árásarmaðurinn var handtekinn en ekki hefur enn tekist að taka af honum skýrslu. Hallgrímur reiknar með því að það verði hægt um miðjan dag í dag, og hann verði leystur úr haldi að skýrslutöku lokinni. Ekki er vitað hvort hinn slasaði er kominn heim af sjúkrahúsinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó