Kata Vignis verður kynnir á Einni með öllu

Kata Vignis verður kynnir á Einni með öllu

Kata Vignisdóttir verður kynnir hátíðarinnar Einnar með öllu 2022. Kata er 25 ára dansari, danskennari og hlaðvarps­stjórn­andi frá Hörgársveit.

Hún kláraði BA-gráðu í dansi frá Listaháskólanum í Barcelona árið 2020 og byrjaði í kjölfarið á því að vinna sem dansari og danskennari og stofnaði hlaðvarpið Farðu úr bænum í fyrra.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina í ár eftir hlé vegna Covid-19 veirunnar undanfarin ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó