KA/Þór áfram í bikarnum

KA/Þór tók á móti FH í KA heimilinu í  16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í gærkvöldi. Liðin leika bæði í Grill66 deild kvenna. KA/Þór sitja í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 leiki, fullt hús stiga, á meðan FH eru sæti neðar í 3. sæti með 7 stig eftir jafn marga leiki.

Leikurinn var jafn til að byrja með og leiddu KA/Þór í hálfleik 15-14. Í síðari hálfleik fóru þær á kostum og unnu stórsigur að lokum 37-23. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fór á kostum í liði KA/Þór og skoraði 14 mörk.

KA/Þór því örugglega komnar í 8 liða úrslit í bikarnum.

UMMÆLI