Prenthaus

Katla Björg í 2. sæti í Slóveníu

Katla Björg í 2. sæti í Slóveníu

Akureyringurinn Katla Björg Dagbjartsdóttir,  landsliðskona í alpagreinum, lauk í gær keppni í Rogla í Slóveníu. Katla endaði í 2. sæti með 44.82 FIS stig.

Þetta er hennar besti árangur í svigi til þessa en hún hefur verið að bæta stöðu sína á heimslista FIS á hverju móti sem hún hefur tekið þátt í að undanförnu bæði í svigi og stórsvigi.

Katla Björg hefur verið að æfa í vetur með Lowlanders Skiracing þar sem fleiri liðsfélagar hennar hafa einnig náð góðum árangri í vetur.

Heildarúrslit má sjá hér. Katla keppir aftur í svigi í Rogla í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó