Kennaranámskeið í krakkajóga

Kennaranámskeið í krakkajóga

Kennaranámskeið í krakkajóga verður haldið í Giljaskóla á Akureyri 12.nóvember. Megináhersla er á skapandi aðferðir þar sem þátttakendur læra jógastellingar, hugleiðslu og slökun.

Þátttakendur fá einnig tækifæri á virkja barnslega gleði sína í gegnum æfingar sem börn hafa unun á að gera eins og spuna og þemavinnu þar sem ímyndunaraflið er virkjað. Dansar eins og Tarsan- og Línu langsokks dans og aðrir dansar sem börn njóta sín í verða kenndir.

Leikurinn er aldrei skammt undan en hann er talinn vera órjúfanlegur þáttur í þroskaferli barna og því mikilvægt að hann fléttist í allar æfingar. Þátttakendur fá að spinna af fingrum fram og fá handleiðslu til að búa til eigin jógaæfingar sem henta börnum og ungmennum.

Kennari og höfundur námskeiðsins Guðbjörg Arnardóttir jóga-,dans- og grunnskólakennari hefur áralanga reynslu af kennslu barna og unglinga. Hún hefur kennt í Svíþjóð, Listdansskóla Íslands, Kramhúsinu, Jógasetrinu, Listaháskólanum og ýmsum leik- og grunnskólum.

Guðbjörg hefur einstakt lag á að virkja gleði, samvinnu og skapandi kraft í kennslustundum sínum. Í lok námskeiðsins fá þátttakendur bók sem inniheldur æfingar sem Guðbjörg hefur sett saman og reynst hafa vel í kennslu í gegnum árin.

Skráning: gudbjorg.arnardottir@gmail.com

Sambíó

UMMÆLI