fbpx

Kennsla hefst aftur í Lundarskóla á morgun

Kennsla hefst aftur í Lundarskóla á morgun

Kennsla hefst aftur í Lundarskóla við Dalsbraut á morgun eftir að Covid-19 smit kom upp hjá starfsmanni í skólanum um helgina. Aðrir starfsmenn skólans fóru í skimun í morgun og voru sýnin send suður með flugi í dag. Niðurstöður fengust nú í kvöld og reyndist ekkert sýnanna jákvætt fyrir veirunni og hefst því skólastarf aftur á morgun.

Sjá einnig: Covid smit í Lundarskóla

UMMÆLI