Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) fór fram í Ásvallalaug helgina 3.-5.júlí. Sundfélagið Óðinn var með 25 keppendur á þessu móti á aldrinum 10 til 17 ára og stungu þau sér 120 sinnum til sunds og voru bætingar í 78 af þessum sundum. Það er frábær árangur þar sem stærsti hluti þessara krakka var einnig að bæta sig mikið á Akranesleikunum tveimur vikur fyrir AMÍ.
Mótið var vel framkvæmt af hendi Sundfélags Hafnafjarðar og ber að þakka þeim fyrir að taka vel á móti okkur.
Árný og Katrín Magnea voru fararstjórar og nutu dyggilegrar aðstoðar frá Fannari og Erlu Dögg. Þau eiga miklar þakkir skyldar fyrir að standa sig svakalega vel í því að huga að sál og líkama sundmanna okkar. Virkilega flott að eiga flotta foreldra og sundmenn sem eru tilbúin að koma að svona móti og verður seint þakkað þeirra framlag.
Sundfélagið Óðinn endaði í sjötta sæti í heildarstigakeppni félagana með 175 stig þrettán stigum á undan ÍA og 26 stigum á eftir Ægi sem endaði í fimmta sæti. Sundfélag Hafnarfjarðar varð Aldursflokkameistari 2020 með 1008 stig en þeir voru með rúmlega fimmtíu keppendur á mótinu.
Það voru margar frábærar myndir teknar á mótinu endilega kíkið á þær á Facebook síðu Sundsambands Íslands https://www.facebook.com/sundsamband
Á lokahófi mótsins var tilkynnt að Aldursflokkameistaramót 2021 verður haldið á Akureyri og er það mikið fagnaðarefni fyrir sundfélagið Óðinn.
Keppendur Óðins sem komust á verðlaunapall á mótinu:
Stefán Gretar Katrínarson
3 sæti í 100m skriðsundi sveina
4 sæti í 200m skriðsundi sveina
4 sæti í 400m skriðsundi sveina
3 sæti í 100m bringusundi sveina
3 sæti í 200m bringusundi sveina
Embla Karen Sævarsdóttir
6 sæti í 100m bringusundi stúlkna
5 sæti í 200m bringusundi stúlkna
Katrín Lóa Ingadóttir
5 sæti í 100m baksundi meyja
4 sæti í 200m baksundi meyja
Rebekka Sif Ómarsdóttir
5 sæti í 400m skriðsundi stúlkna
4 sæti í 800m skriðsundi stúlkna
Ólöf Kristín Ísaksen
4 sæti í 200m baksundi stúlkna
Þessum sundmönnum sem og öllu liðinu eru færðar miklar hamingjuóskir með árangurinn á AMÍ 2020. Við hlökkum til AMÍ 2021 á Akureyri.
Áfram Óðinn!
Frétt af vef Sundfélagsins Óðins: www.odinn.is
UMMÆLI